fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Versta martröð Biden er að verða að veruleika – Allt hófst þetta í Georgíu

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 25. apríl 2021 22:30

Kosningar eru frumforsenda lýðræðis. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Bandaríkjamenn kusu sér forseta í nóvember á síðasta ári urðu þau tíðindi að Joe Biden sigraði í Arizona, sem hafði árum saman verið traust vígi Repúblikana, og það sama gerðist í Georgíu. Þetta fór illa í marga Repúblikana og hafa þeir að undanförnu unnið að því að koma í veg fyrir að svipaðir hluti gerist aftur í mikilvægum sveifluríkjum.

Mesta athygli hefur Georgía fengið en ekki er langt síðan þing ríkisins samþykkti lög sem gera fólki erfiðara fyrir að kjósa. Fáum dylst að lögunum er beint að svörtu fólki og fólki frá Suður-Ameríku og Mið-ameríku en það er yfirleitt stuðningsfólk Demókrata en Repúblikanar eru í meirihluta á þingi ríkisins.

Stacey Abrams, áhrifamesti Demókratinn í ríkinu, sagði í samtali við BBC að lögin væru „hneykslanleg“. „Á meðan FBI er á fullu að handtaka fólk sem reyndi að ræna völdum á grunni lyga um kosningarnar okkar, þá halda leiðtogar Repúblikana í ríkjunum áfram á meðvitaðan hátt að grafa undan lýðræðinu með því að færa sjálfum sér völd til að breyta kosninganiðurstöðum sem eru þeim ekki að skapi,“ sagði hún einnig.

Georgía er fyrsta ríkið sem fer þessa leið en öruggt er talið að fleiri muni fylgja í kjölfarið og skiptir þá litlu að áhrifamiklir Demókratar á borð við Abrams, Barack Obama og Joe Biden hafi mótmælt lagabreytingunum í Georgíu.

Í Arizona, Flórída og Texas vinna Repúblikanar nú að því að fara sömu leið og flokksbræður þeirra í Georgíu til að draga úr möguleikum kjósenda á að greiða atkvæði í framtíðinni. Skýring þeirra er yfirleitt að þetta geri þeir til að koma í veg fyrir kosningasvindl í framtíðinni en í því sambandi er rétt að hafa í huga að forseta- og þingkosningarnar í nóvember þóttu mjög öruggar.

Í Arizona hyggjast Repúblikanar afnema rétt kjósenda til að skrá sig á lista yfir þá sem fá kjörseðil sendan tímanlega með pósti. Í Flórída vinna Repúblikanar að því að hætt verði að nota „drop boxes“ en það eru kjörkassar sem hægt er að setja utankjörfundaatkvæði í fyrir sjálfan kjördaginn.

Í Texas eru Repúblikanar á leið með margvísleg lög til að styrkja stöðu sína. Þeir hafa miklar áhyggjur af auknum fjölda ungs fólks af innflytjendaættum í ríkinu en það þykir líklegra til að kjósa Demókrata en Repúblikana. Óttast Repúblikanar að ríkið muni verða ríki Demókrata með þessu áframhaldi en það hefur lengi verið traust vígi Repúblikana. Þeir hafa nú þegar samþykkt lög sem banna að kjörstaðir opni mjög snemma og einnig verður bannað að nota svokallaða „drive in“ kjörstaði eins og gert var í haust vegna heimsfaraldursins. Einnig þurfa þeir sem aka þremur eða fleiri á kjörstað að skrá sig og farþega sína áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni

Albatrosinn Wisdom er 74 ára og nýbúin að finna sér nýja maka og verpa enn einu sinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði

Hakkarar frá Norður-Kóreu eru sérstaklega stórtækir á einu sviði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“