Svikahrapparnir þóttust vera opinberir kínverskir embættismenn sem sinntu öryggismálum. Þeir sögðu henni að nafn hennar og persónuupplýsingar hefðu verið notað við alvarleg afbrot í Kína.
Henni var sagt að hún þyrfti að millifæra peninga af bankareikningum sínum yfir á reikninga rannsóknarhópsins til að tryggja öryggi þeirra. South China Morning Post skýrir frá þessu. Fram kemur að nokkrum dögum síðar hafi maður komið heim til konunnar með farsíma og símakort sem konan átti að nota til að ræða við svikahrappana sem sannfærðu hana um að millifæra peninga 11 sinnum á fimm mánuðum. Á þeim tíma millifærði hún sem svarar til 32 milljóna Bandaríkjadala inn á reikninga svikahrappanna.
Það var heimilishjálp konunnar sem áttaði sig á að eitthvað gruggugt væri á seyði og lét dóttur hennar vita og hafði hún samband við lögregluna.
19 ára maður var handtekinn vegna rannsóknar málsins en var látinn laus gegn tryggingu.