Höfundar rannsóknarinnar skrifa að meðal þeirra sem eru lagðir inn á sjúkrahús vegna COVID-19 séu meiri líkur á að karlar greinist með alvarleg einkenni á borð við bráða nýrnabilun og hjartabilun.
Munurinn á dánarlíkunum er sérstaklega mikill á milli kvenna og karla 50 til 64 ára. Karlar á þessum aldri eru fjórum sinnum líklegri til að deyja af völdum COVID-19 en konur á sama aldri.
Munurinn á dánarlíkunum á milli kynjanna virðist vera meiri þegar COVID-19 á í hlut en aðrir smitsjúkdómar í öndunarfærum.
„Hár aldur er stærsti áhættuþátturinn hvað varðar alvarlega veikindi og dauða af völdum COVID-19 en þessi áhættuaukning byrjar mun fyrr hjá körlum en konum,“ segja vísindamennirnir.