Í fréttatilkynningu frá danska utanríkisráðuneytinu kemur fram að fallist hafi verið á beiðni yfirvalda í þýska sambandsríkinu en þau settu sig í samband við dönsk stjórnvöld eftir að tilkynnt var að Danir ætli ekki að nota bóluefnið.
Í samningi Danmerkur og Slésvíkur-Holtsetalands er kveðið á um að Þjóðverjarnir afhendi Dönum 55.000 skammta af samskonar bóluefni eftir ákveðinn tíma.
Ekki hefur verið ákveðið hvað verður gert við restina af bóluefninu sem Danir eiga í geymslu.