Henrik Andersen, yfirlögregluþjónn, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að magnið væri mjög mikið og að hann myndi ekki eftir að annað eins magn hefði fundist og því væri í lagi að segja þetta „sögulegan fund“.
Annar hinna handteknu, 21 árs karlmaður, tengist skipulögðum glæpasamtökum að sögn lögreglunnar. Ekki er talið að nota hafi átt sprengiefnið við hryðjuverk en lögreglan telur að það tengist glæpasamtökum í Svíþjóð sem hafa verið iðin við sprengjuárásir á undanförnum misserum. Málið er því rannsakað í samvinnu við sænsku lögregluna.