fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Vísindamenn óttast að P1 afbrigði kórónuveirunnar stökkbreytist og verði enn hættulegra

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 22:00

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilíska kórónuveiruafbrigðið P1 hefur náð góðri fótfestu í Brasilíu enda hafa sóttvarnaaðgerðir verið ómarkvissar og takmarkaðar. Víða um landið er heilbrigðiskerfið komið að fótum fram vegna álags og himinháar smittölur og dánartölur eru fréttaefni daglega.

Samkvæmt fréttum innlendra og erlendra fjölmiðla eru sjúkrahús víða um landið uppiskroppa með súrefni og róandi lyf sem eru nauðsynleg við meðhöndlun sjúklinga.

Ekki er skýrsla Fiocruz, opinberrar heilbrigðisstofnunar landsins, frá því fyrir helgi til þess fallin að auka bjartsýni á þróun heimsfaraldursins. Í henni er fjallað um P1 afbrigði veirunnar, oft nefnt brasilíska afbrigðið. Segja vísindamenn að afbrigðið sé að breyta sér þannig að það muni eiga auðveldara með að forðast mótefni gegn kórónuveirunni.

„Við teljum að þetta sé flóttaviðbragð sem veiran grípur til til að forðast mótefni,“ sagði Felipe Naveca, einn vísindamannanna, á fréttamannafundi. Þetta getur í versta falli haft í för með sér að veiran verður minna næm fyrir bóluefnum.

Vísindamennirnir segja að stökkbreytingunni megi líkja við þá sem einnig hefur komið fram í B1351 afbrigðinu, sem oft er nefnt suður-afríska afbrigðið. Rannsóknir hafa sýnt að bóluefnin frá AstraZeneca og Pfizer/BioNTech virka síður á þetta afbrigði. „Þetta er mikið áhyggjuefni því veiran heldur áfram að þróast í þessa átt,“ sagði Naveca.

Rannsóknir hafa sýnt að P1 er allt að 2,5 sinnum meira smitandi en upprunalega veiran. Bóluefni frá AstraZeneca og Sinovac, sem eru aðallega notuð í Brasilíu, hafa sýnt góða virkni gegn P1 afbrigðinu. Sérfræðingar segja að sérstaklega góð skilyrði séru fyrir veiruna til að stökkbreytast í Brasilíu þar sem faraldurinn sé stjórnlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð