fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Tvöfalt stökkbreytt afbrigði kórónuveirunnar er að taka yfir á Indlandi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 06:55

Indverjar bólusetja af miklum krafti. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á Indlandi er B1617 afbrigði kórónuveirunnar við að ýta öllum öðrum afbrigðum hennar til hliðar og taka yfir. Afbrigðið hefur gengið í gegnum tvær stökkbreytingar en ekki er vitað hvort það er meira smitandi eða banvænna en önnur afbrigði.

Afbrigðið hefur um nokkurra vikna skeið vakið ótta á Indlandi þar sem ástandið af völdum heimsfaraldursins er mjög slæmt þessa dagana. Afbrigðið hefur nú borist til annarra landa, þar á meðal Bandaríkjanna, Þýskalands og Bretlands.

Samkvæmt tilkynningu sem indversk yfirvöld sendu frá sér á föstudaginn hefur hlutfall B1617 afbrigðisins aukist mjög mikið í PCR-sýnum að undanförnu. Indverskir fjölmiðlar segja að í byrjun mánaðarins hafi afbrigðið verið í meirihluta þeirra sýna sem voru tekin. Það er að sögn orðið mun algengara en breska afbrigðið B117.

„Það var næstum ekki til í desember en er nú á næstum öllum stöðum sem við skoðum,“ hefur Hindustan Times eftir Anurag Agarwal, forstjóra einnar af þeim rannsóknarstofum sem greina kórónuveirusýni. Hann sagði einnig að aukning stökkbreyttra afbrigða væri mikið áhyggjuefni.

B1617 afbrigðið kom fyrst fram á sjónarsviðið í Maharashtra þar sem núverandi bylgja faraldursins fór einna fyrst af stað.

Stökkbreytingarnar á B1617 eru L452R, sem hefur fundist áður, en hin E484Q er ný. Bresk heilbrigðisyfirvöld segja fullt tilefni til að fylgjast náið með þessu afbrigði en rúmlega 70 tilfelli hafi komið upp á England og nokkur í Skotlandi að sögn The Standard. Óttast er að þar sem tvöföld stökkbreyting hefur orðið í afbrigðinu geti það valdið vandræðum hvað varðar ónæmi og mótefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið