fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hafa áhyggjur af framtíð Kúbu þegar enginn Castro er lengur við stjórnvölinn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. apríl 2021 19:00

Frá Kúbu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag lætur Raúl Castro, bróðir Fidel Castro, af embætti formanns kommúnistaflokks landsins. Við embættinu tekur Miguel Díaz-Canel, forseti landsins. Hann verður þar með valdamesti maður landsins. Margir velta fyrir sér hvað þessi valdaskipti muni hafa í för með sér fyrir landið og hvaða áhrif þetta hafi á framtíð þess.

Jan Gustafsson, sérfræðingur í málefnum Kúbu og lektor við Kaupmannahafnarháskóla, sagði í samtali við Ekstra Bladet að þegar Díaz-Canel tók við embætti forseta 2018 hafi virst sem þar væri leiðtogi með nýjan stíl, unglegri og í takt við tímann en hann hafi staðið í skugga Raúl Castro í þessi þrjú ár. Díaz-Canel hafi því ekki virst vera sérstaklega sjálfstæður á þessum tíma því hann hafi alltaf gert það sem Raúl Castro vildi láta gera.

Hann sagði að á Kúbu væri fleira ungt fólk, þar á meðal menntafólk og listamenn, farið að mótmæla stjórnarfarinu og hafi farið fram á meira tjáningarfrelsi. Gustafsson sagði að ein af ástæðunum fyrir að Díaz-Canel hafi ekki farið gegn vilja Raúl Castro geti verið að Castro sé í raun enn með öll völd í hendi sér sem formaður kommúnistaflokksins. „Það er hugsanlegt að eitthvað gerist núna. Hann sætti sig við að vera númer tvö en nú getur hann stigið fram og gert það sem hann vill. En ég efast um að hann geri það. Það er eitthvað við valdakerfið sem er erfitt að eiga við,“ sagði Gustafsson sem benti þó á að áður hafi róttækar stefnubreytingar átt sér stað í öðrum löndum. Hann sagði að eflaust séu margir af eldri leiðtogum landsins hræddir við lýðræðislega þróun því þeir óttist að við það hrynji samfélagið saman og í kjölfarið missi Kúba sjálfstæði sitt og fullveldi því landið verði háð því að starfa með öðrum löndum.

Hann benti á að Raúl Castro hafi hrundið ýmsum umbótum á hagkerfinu í gang en þær eigi að gera það frjálsara og færa það frá hugmyndafræði Fidel Castro um hinn svokallað Kúbu-sósíalisma. Hann sagðist telja líklegt að þessi þróun haldi áfram undir forystu Díaz-Canel. „Hugsanlega verður efnahagslífið gert frjálsara og hörð sósíalístísk stefna milduð en kommúnistaflokknum tryggð völdin,“ sagði hann.

Hann sagði að þrátt fyrir að fleira ungt fólk sé farið að krefjast breytinga sé ekki um beina andstöðu við valdhafana að ræða enn sem komið er. Fólk sé þó orðið mun gagnrýnna en það var fyrir 30 árum. Það sé ekki endalaust hægt að hunsa það og á einhverjum tímapunkti verði að sættast á að málin verði rædd, að öðrum kosti verði skipulögð andstaða við stjórnvöld til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú