fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Í 20 löndum eru „gifstu nauðgara þínum“ lög í gildi

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. apríl 2021 22:00

Mynd úr safni. Tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum kemur fram að í 20 löndum séu lög í gildi sem heimila nauðgurum að kvænast fórnarlömbum sínum til að sleppa við refsingu. Meðal þeirra landa sem heimila þetta eru Rússland, Taíland og Venesúela.

Dr Natalia Kanem, framkvæmdastjóri Mannfjöldastofnunar SÞ (UNFPA) sagði að lög af þessu tagi séu „mjög röng“ og „aðferð til að undiroka konur“. „Það er ekki hægt að svipta konur réttindum sínum. „Gifstu nauðgara þínum“ lög færa sektarábyrgðina yfir á fórnarlambið og reyna að hreinsa mál sem er glæpsamlegt,“ sagði hún.

Dima Dabbous, framkvæmdastjóri Equality Now‘s Middle East and Africa region, sagði að lög af þessu tagi endurspegli menningu „sem metur það sem svo að konur eigi ekki að hafa líkamlegt sjálfræði og séu eign fjölskyldunnar“. Vitnað er í skýrslu samtaka hennar í skýrslu UNFPA.

Hún sagði að mjög erfitt sé að breyta þessum lögum en það sé þó ekki ómögulegt. Hún benti á að í Marokkó hafi slík lög verið afnumin eftir mikla reiði almennings eftir að ung kona svipti sig lífi eftir að hún var neydd til að giftast nauðgara sínum. Í kjölfarið fylgdu Jórdanía, Palestína, Líbanon og Túnis og breyttu samskonar löggjöf.

Í Kúveit geta nauðgarar kvænst fórnarlömbum sínum ef forráðamenn fórnarlambanna samþykkja en þar í landi eru konur alltaf settar undir forræði karla og skiptir engu hversu gamlar þær eru. Í Rússlandi geta nauðgarar, 18 ára og eldri, sloppið við refsingu ef þeir nauðguðu barni yngra en 16 ára ef þeir kvænast því.

Í skýrslu sinni bendir UNFPA á að í 43 löndum séu engin lög sem taka á nauðgunum innan hjónabands. Einnig kemur fram að í 57 löndum eigi konur ekki rétt á að neita að stunda kynlíf með maka sínum, nota getnaðarvarnir eða leita læknisaðstoðar. Verst er ástandið í Malí, Níger og Senegal en tæplega 10% kvenna í þessum löndum taka sjálfar ákvörðun um heilsugæslu sína, notkun getnaðarvarna eða hvort og hvenær þær stunda kynlíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin