fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vita nú af hverju górillur berja sér á brjóst

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 17. apríl 2021 07:30

Yfirleitt lifa tegundirnar í sátt og samlyndi. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir kannast eflaust við atriði úr kvikmyndum, þar sem górillur koma við sögu, að karldýrin berja sér á brjóst og stundum gefa þau frá sér hróp. Nú hafa vísindamenn rannsakað tilganginn með þessu og fundið út af hverju górillur gera þetta.

Þeir hafa komist að því að þetta gera górillur til að segja öðrum dýrum frá stærð sinni. Þessu er ætlað að hræða dýrin og koma í veg fyrir átök en um leið eru þetta hreinskilin skilaboð þar sem karldýrin skýra frá stærð sinni án þess að ýkja segir Edward Wright, meðhöfundur rannsóknarinnar, að sögn The Guardian.

Wright og félagar rannsökuðu sex górillur i Volcanoesþjóðgarðinum í Rúanda og fylgdust með þeim þegar þær börðu sér á brjóst. Þetta kemur fram í Scientific Reports. Frá nóvember 2015 til júlí 2016 skráðu þeir 36 tilfelli þegar sem þessar sex górillur börðu sér á brjóst. Í ljós kom að það tengdist stærð górillanna ekki hversu lengi þær börðu sér á brjóst eða hversu hratt þær gerðu það. Þeim mun stærri sem dýrin voru, þeim mun lægri tíðni var hljóðið á.

Vísindamennirnir tóku einnig eftir því að þeim mun stærri sem karldýrin voru þeim mun fleiri afkvæmi áttu þau og þau mökuðust einnig með fleiri kvendýrum. Einnig skipti stærðin máli hvað varðar félagslega stöðu þeirra meðal annarra karldýra.

Vísindamennirnir telja að það að berja sér á brjóst geti verið góð aðferð hjá górillum til að veita upplýsingar um stærð sína. Þetta geti hjálpað þeim að tryggja sér kvendýr og forðast hættuleg slagsmál við önnur karldýr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin