Lögreglan segir að ökumaðurinn hafi ekki slasast alvarlega en hafi verið fluttur á sjúkrahús þar sem hann kvartaði undan verkjum.
Ökumaðurinn, 32 ára karl, hafði fengið bílinn lánaðan hjá unnustu sinni. Allt hófst þetta þegar lögreglan ætlaði að stöðva hann fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 160 km/klst. Hann reyndi að stinga af og jók hraðann mikið. Fljótlega ók hann út á afrein af hraðbrautinni og tókst þá að fara upp fyrrgreindan halla og enda undir brúnni.