The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að með því að skipta koladrifnum raforkuverum út með orkuverum, sem nota endurnýjanlega orku á borð við sól og vind, sparist 1,6 trilljónir dollara því vind- og sólarorka er mun ódýrari en kol um þessar mundir. Þetta kemur fram í greiningu greiningarfyrirtækisins TransitionZero.
Kínverjar eru mestu notendur kola í heiminum og veldur það umhverfisverndarsinnum miklum áhyggjum. Það dregur ekki úr áhyggjunum að Kínverjar hyggjast opna fjögur ný kolaorkuver til að anna eftirspurn eftir rafmagni til að auka hagvöxt eftir efnahagslægðina af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Xi Jinping, forseti landsins, kom heimsbyggðinni á óvart í september þegar hann tilkynnti að Kínverjar stefni að því að losun gróðurhúsalofttegunda verði núll fyrir árið 2060 og að hún nái hámarki fyrir 2030. Sérfræðingar fagna þessum langtímamarkmiði en hafa áhyggjur af að losun gróðurhúsalofttegunda í Kína muni aukast á næstu tíu árum.