fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Þetta eru ástæðurnar fyrir að Danir hætta að nota bóluefni AstraZeneca

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 05:42

Bóluefni frá AstraZeneca. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er erfið ákvörðun að halda áfram án bóluefnis,“ sagði Søren Brostrøm, forstjóri Sundhedsstyrelsen í Danmörku, á fréttamannafundi í gær um þá ákvörðun Sundhedsstyrelsen að hætta notkun bóluefnisins frá AstraZeneca gegn COVID-19 með öllu. Embætti hans má líkja við embætti landlæknis hér á landi, hann er æðsti embættismaður landsins á sviði heilbrigðismála.

Hlé var gert á notkun bóluefnisins þann 11. mars eftir að nokkrar tilkynningar höfðu borist um hugsanlega aukaverkanir af þess völdum. Einnig var tilkynnt um eitt andlát en sextug kona lést eftir að hafa verið bólusett. Danir eiga nú um 200.000 skammta af bóluefninu í geymslu og von er á meira magni. Á fréttamannafundinum í gær sagði Brostrøm að það væri ekki auðveld ákvörðun að hætta notkun bóluefnisins en fyrir því væru nokkrar ástæður.

Søren Brostrøm á fundinum í gær. Mynd:EPA

 

 

 

 

 

 

 

Hann fór síðan yfir þær en þær eru:

„Við vitum miklu meira en við vissum fyrir mánuði.“

Frá því að sextug kona lést eftir að hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefninu í byrjun mars hafa dönsk yfirvöld unnið ákaft við að afla sér meiri upplýsinga um hugsanlegar aukaverkanir. „Við vitum miklu meira en við vissum fyrir mánuði,“ sagði Brostrøm og sagði að nú væri vitað að hugsanlega sé líffræðileg skýring á því að bóluefni AstraZeneca geti orsakað sjaldgæf tilfelli blóðtappa og röskun á blóðflögum í líkamanum. Hann sagði að þetta geti valdið því að starfsemi blóðflaga fari úr skorðum og að stórir blóðtappar myndist á óvenjulegum stöðum, til dæmis í slagæðum í heila og maga. Út frá þessu hafa læknar skilgreint nýjan sjúkdóma sem kallast VITT (vaccineinduceret immun trombotisk trombocytopeni). „Það er því einfaldlega kominn ný sjúkdómsgreining, nýr sjúkdómur, nýr fylgikvilli í kennslubækurnar okkar,“ sagði hann.

1 af hverjum 40.000 verður fyrir alvarlegum aukaverkunum

Brostrøm sagði að nú væri komið í ljós að bóluefninu fylgi hætta á alvarlegum aukaverkunum. „Um 1 af hverjum 40.000, sem eru bólusett með AstraZeneca, geta átt von á að fá þessar alvarlegu aukaverkanir með hárri dánartíðni, einnig þótt fólk fái meðhöndlun,“ sagði hann. Hann lagði einnig áherslu á að ákveðin tölfræðileg óvissa væri í þessu, talan geti verið hærri eða lægri.

Fjöldabólusetning felur í sér sérstaka ábyrgð

Hann sagði að það hafi skipt máli, þegar ákvörðunin var tekin, að yfirvöld beri „mikla ábyrgð“ þegar ákveðið sé að fjöldabólusetja heila þjóð. Það sé Sundhedsstyrelsen sem mæli með bóluefnum og bólusetningum en ekki einstakir læknar á grundvelli sérstaks mats á hverjum og einum. „Við þurfum að hafa mikið traust á bóluefnum. Við þurfum að geta treyst yfirvöldum mjög vel,“ sagði hann.

Áhættan er meiri en ávinningurinn

Hann sagði að bera þurfi saman áhættuna á blóðtöppum og hættunni á að óbólusettir veikist af COVID-19 og þarfnist sjúkrahúsinnlagnar á meðan þeir bíða eftir bólusetningu. Hann benti á að bólusetning áhættuhópa sé langt komin og fáir COVID-19 sjúklingar séu lagðir inn á gjörgæsludeildir þessa dagana eða 12 á viku að meðaltali. Með því að hætta notkun AstraZeneca seinkar bólusetningu 65 til 69 ára um tvær vikur. „Á þeim tveimur vikum sem við frestum bólusetningu þessa hóps getum við kannski komið í veg fyrir eina innlögn á gjörgæsludeild,“ sagði hann um áhrif þess ef þessi hópur verður bólusettur nú með bóluefni AstraZeneca. „Á móti getum við vænst þess að fimm fái alvarlega blóðtappa ef við notum þá 200.000 skammta af AstraZeneca sem við eigum í kæli núna. Það er mat okkar að það borgi sig ekki, að það sé ekki verjanlegt að halda áfram að nota AstraZeneca.“

Faraldurinn er í jafnvægi

Brostøm sagði að faraldurinn væri ekki á krítísku stigi í Danmörku núna og það hafi átt sinn þátt í ákvörðuninni. „Faraldurinn er í jafnvægi í Danmörku. Það hefur hann verið síðan í lok janúar, byrjun febrúar. Staðreyndin er að Danmörk hefur komist ótrúlega vel í gegnum veturinn og við höfum ekki lent í þriðju bylgjunni en það hefur kallað á margar sóttvarnaaðgerðir,“ sagði hann. Hann sagði að lágt hlutfall smita kaupi tíma nú þegar bólusetningu seinkar. Hann sagðist skilja vel að önnur lönd, sem eru í annarri stöðu, haldi áfram að nota bóluefnið. „Þetta er erfið ákvörðun. Öll lönd taka sínar eigin ákvarðanir.“

Önnur bóluefni og of mikið af þeim

Brostrøm sagði að þrátt fyrir að hætt verði að nota bóluefni AstraZeneca og hlé hafi verið gert á notkun bóluefnisins frá Johnson & Johnson sé staðan ekki svo slæm hvað varðar bóluefni. Meðal annars hafi Pfizer/BioNTech tilkynnt að Danmörk fái 650.000 fleiri skammta af bóluefni fyrirtækisins á öðrum ársfjórðungi en áður hafði verið tilkynnt. Hann benti einnig á að á meðan á fréttamannafundinum stóð í gær hafi sá áfangi náðst í Danmörku að skammtur númer milljón var gefinn. Styttri tími mun síðan líða þar til búið verður að gefa milljón skammta til viðbótar en þurfti til að gefa fyrstu milljón skammtana. „Það þarf að velja hvaða bóluefni verða notuð og hvaða bóluefni verða ekki notuð. Það hefðum við væntanlega gert fyrr eða síðar því í gegnum samninga ESB höfum við veðjað á marga hesta og það koma mörg bóluefni. Danmörk á von á 25 milljónum skammta og það er ekki víst að við höfum þörf fyrir alla þessa skammta í fyrstu umferð bólusetninga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum