fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Nafn bæjarins var of dónalegt fyrir Facebook – Bæjarstjórinn er brjálaður

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 07:00

Frá Ville de Bitche. Mynd:Ville de Bitche

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta sýnir hversu takmörkuð og ófullnægjandi verkfæri nútímans geta verið segir Benoit Kieffer bæjarstjóri um þá ákvörðun Facebook að eyða síðu bæjar hans af samfélagsmiðlinum. Bæjarfélagið, sem er í Frakklandi, hefur nú fengið afsökunarbeiðni frá Facebook en ekki er ljóst hvort það nægir til að slá á reiði 5.000 íbúa bæjarins.

Samkvæmt því sem segir í umfjöllun The Guardian er líklegt að bærinn hafi orðið fórnarlamb algóritma Facebook en bærinn heitir Ville de Bitche á frönsku. Algóritminn hafi talið að enska orðið „bitch“ (tík) kæmi fyrir á síðunni og því hafi henni verið eytt þann 19. mars. Ekki reyndist unnt að opna hana aftur fyrr en nú í vikunni. Facebook segir að um kerfisvillu hafi verið að ræða og því hafi síðunni verið eytt.

Benoit Kieffer segir í tilkynningu að hann hafi fengið tilkynningu í mars frá Facebook um að síðunni hefði verið lokað: „19. mars tilkynnti Facebook okkur að síðan okkar, Ville de Bitche“ væri ekki lengur til vegna þess að hún „stríddi gegn reglum um síður á Facebook“. Bæjarnafnið leið sem sagt fyrir lélega þýðingu.“

Hann segir einnig að það sé undarlegt hversu langan tíma það tók Facebook að átta sig á mistökunum og opna síðuna á nýjan leik.

BBC segir að bærinn Rohrbach-lés-Bitche, sem er í sama landshluta og Ville de Bitche, hafi á mánudaginn breytt nafni Facebooksíðu sinnar í Ville de Rohrback til að forðast sömu örlög og nágrannabærinn.

Valérie Degouy, almannatengill Ville de Bitche, segir að vandamálin hafi hafist 2016 þegar hún reyndi að opna Facebooksíðu fyrir bæinn en í hvert sinn sem hún skrifaði Bitche var orðinu eytt. Hún varð því að kalla síðuna Ville Fortifiée. Hún gat síðan breytt nafninu síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni

Neyddu drengi til að brjóta kynferðislega á smábarni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“

Piers Morgan biður grenjandi vinstri menn vinsamlegast um að halda kjafti – „Ég er kominn með nóg af þessu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn