fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Dönsk skattyfirvöld rukka meðlimi glæpagengja um 10.000 milljónir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 22:00

Félagar í Loyal to Familia sem eru skipulögð glæpasamtök sem hafa verið bönnuð í Danmörku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dönsk skattyfirvöld hafa á undanförnum árum fylgst vel með meðlimum skipulagðra glæpagengja því lífsstíll þeirra passar oft ekki við uppgefnar tekjur þeirra. Það þykir ekki líklegt að maður, sem er á opinberri framfærslu, geti ekið um á nýjum Mercedes Benz eða Harley Davidson mótorhjóli.

Frá 2018 hafa skattyfirvöld tekið 7.300 mál, tengd meðlimum í skipulögðum glæpasamtökum, til skoðunar. Í kjölfarið hafa skattyfirvöld krafið þá um 530 milljónir danskra króna, sem svarar til um 10.000 milljóna íslenskra króna, í skatt.

Í þessum athugunum sínum spyrja skattyfirvöld hvernig fólk hafi ráð á að kaupa dýran bíl, hvernig það fjármagnar dýran lífsstíl sinn og hvaðan peningarnir koma. Eins og gefur að skilja eiga meðlimir skipulagðra glæpasamtaka erfitt með að útskýra þetta því tekjuöflunarleiðir þeirra þola illa dagsljós.

„Við vitum að skipulögð glæpasamtök eru þar sem hægt er að hafa tekjur af afbrotum. Það er því miður hægt að hafa tekjur af því að svindla á sköttum og gjöldum og með rekstri fyrirtækja sem skilja eftir sig háar skuldir við ríkissjóð,“ sagði Morten Bødskov, ráðherra skattamála.

Hann sagði einnig að meðlimir skipulagðra glæpasamtaka fái stundum ráðgjöf um hvernig þeir eigi að byggja fyrirtæki upp þannig að þeir geti farið á svig við lög og reglur um virðisaukaskatt og annan skatt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð