fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Blóðtappar uppgötvuðust í tilraunum með Janssen-bóluefnið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 15. apríl 2021 08:00

Bóluefni Johnson & Johnson er selt undir merkjum Janssen í Evrópu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska lyfjastofnunin, FDA, hefur stöðvað notkun bóluefnis Johnson & Johnson (kallað Janssen í Evrópu) gegn COVID-19 vegna nokkurra tilfella blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Fyrirtækið hefur sjálft stöðvað dreifingu og notkun bóluefnisins í Evrópu vegna málsins en byrjað var að dreifa því í álfunni en ekki nota. Í gærkvöldi kom fram að tilfelli blóðtappa komu fram í tilraunum með bóluefnið.

Þetta kom fram á fundi yfirlækna fyrirtækisins með fulltrúum Bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar, CDC, í gærkvöldi.

Notkun bóluefnisins var stöðvuð á þriðjudaginn af FDA eftir að sex konur höfðu greinst með blóðtappa í heila eftir að hafa verið bólusettar. Einkennin eru þau sömu og hafa komið fram eftir notkun bóluefnis AstraZeneca. FDA er nú að rannska hugsanleg tengsl blóðtappanna við bóluefnið og sömu sögu er að segja frá Evrópu því Evrópska lyfjastofnunin, EMA, er einnig að rannsaka málið.

Búið er að bólusetja rúmlega sjö milljónir Bandaríkjamanna með bóluefni Johnson & Johnson. Sex konur hafa greinst með blóðtappa í kjölfar bólusetningar með bóluefninu og ein þeirra er dáin. Fjórar liggja enn á sjúkrahúsi. Þetta kom fram á fundi yfirlækna fyrirtækisins með fulltrúum CDC að sögn Boston Herald. Um er að ræða konur á aldrinum 18 til 59 ára. Sú sem lést var 45 ára.

Á fundinum í gærkvöldi sagði Aran Maree, yfirlæknir hjá Johnson & Johnson, að sjöunda tilfellið hafi uppgötvast en þörf sé á meiri upplýsingum um það. Það er einnig kona sem um ræðir í því tilfelli. Hann sagði að tvö tilfelli óvenjulegra blóðtappa í heila hafi komið fram í tilraunum fyrirtækisins með bóluefnið. CNN skýrir frá þessu. Bæði tilfellin komu fram á þriðja stigi tilrauna en um 44.000 sjálfboðaliðar tóku þátt í henni.

Annar sjúklinganna, 25 ára karlmaður, fékk bóluefnið og fékk blóðtappa átta dögum síðar. Hann fékk einnig innvortis blæðingar. Hinn sjúklingur var 24 ára kona en hún fékk blóðtappa 50 dögum eftir að hún var sprautuð. Hún var í hópnum sem fékk lyfleysu. Hún fékk ekki innvortis blæðingar. Bæði hafa nú náð sér.

Að fundi loknum í gærkvöldi ákvað CDC að bóluefnið verði ekki notað næstu vikuna að minnsta kosti, á meðan rannsókn heldur áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið