Maðurinn kom myndavélinni fyrir því hann grunaði að eiginkona hans og fóstursonurinn ættu í kynferðislegu sambandi. TV2 skýrir frá þessu.
Fram kemur að réttarhöld í málinu hafi hafist á mánudaginn en konan er ákærð fyrir að hafa beitt piltinn kynferðislegu ofbeldi frá því haustið 2019 og þar til hún var handtekin í apríl á síðasta ári. Samkvæmt ákærunni átti ofbeldið sér stað á heimili fjölskyldunnar, í bíl og á hóteli.
Verjandi konunnar, Jon Anders Hasle, sagði í samtali við TV2 að hún telji sig vera fórnarlamb í málinu og sé algjörlega ósammála því sem pilturinn sagði fyrir dómi á mánudaginn. „Hún telur að það sé hún sem hafi verið beitt ofbeldi,“ sagði Hasle og bætti við að sýknu verði krafist.
Myndbandsupptakan er meðal þeirra gagna sem ákæruvaldið ætlar að leggja fram fyrir dómi en Hasle segist ætla að gera það sem í hans valdi stendur til að koma í veg fyrir að af því verði. Ólögmætum aðferðum hafi verið beitt til að afla hennar.
Fimm dögum eftir að konan var handtekin var pilturinn yfirheyrður í Barnahúsi. Upptaka af yfirheyrslunni var leikinn fyrir dóminn á mánudaginn. Hann sagði meðal annars að að hann og fósturmóðirin hefðu borið sterkar tilfinningar til hvors annars og að þau hefðu stundað kynlíf 50 til 100 sinnum. Hann sagði að þau hefðu bæði átt frumkvæði að kynlífi. Hann sagðist vonast til að hvorki hann né fósturmóðirin lendi í fangelsi vegna málsins.