Talskona utanríkisráðuneytisins skýrði frá þessu í gær og sagði að stjórnin muni heimila vopnasöluna en hún muni fara yfir smáatriði varðandi hana og ráðfæra sig við embættismenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um notkun vopnanna.
Samið var um vopnakaupin á valdatíma Donald Trump og samþykkti stjórn hans söluna klukkustund áður en Joe Biden tók við embætti þann 20. janúar. Viku síðar stöðvaði Biden söluna til að hafa tíma til að geta farið yfir smáatriði samningsins.
Trump heimilaði vopnasöluna gegn því að Sameinuðu arabísku furstadæmin myndu bæta sambandið við Ísrael.
Talskona utanríkisráðuneytisins sagði í gær að Bandaríkin reikni með að afhenda vopnin eftir árið 2025 ef allt gengur samkvæmt áætlun.
Margir þingmenn Demókrata á Bandaríkjaþingi hafa gagnrýnt vopnasöluna og óttast að hún verði til að loforð Bandaríkjanna um að Ísrael hafi hernaðarlega yfirburði í heimshlutanum verði svikið. Stjórnvöld í Ísrael hafa upplýst að þau séu ekki á móti vopnasölunni.