fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Biden heimilar umdeilda vopnasölu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. apríl 2021 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisstjórn Joe Biden hefur ákveðið að heimila vopnasölu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Um er að ræða sölu á vopnum og öðrum hernaðartólum fyrir rúmlega 23 milljarða dollara. Meðal annars er um að ræða F-35 orrustuþotur og dróna sem geta borið vopn.

Talskona utanríkisráðuneytisins skýrði frá þessu í gær og sagði að stjórnin muni heimila vopnasöluna en hún muni fara yfir smáatriði varðandi hana og ráðfæra sig við embættismenn í Sameinuðu arabísku furstadæmunum um notkun vopnanna.

Samið var um vopnakaupin á valdatíma Donald Trump og samþykkti stjórn hans söluna klukkustund áður en Joe Biden tók við embætti þann 20. janúar. Viku síðar stöðvaði Biden söluna til að hafa tíma til að geta farið yfir smáatriði samningsins.

Trump heimilaði vopnasöluna gegn því að Sameinuðu arabísku furstadæmin myndu bæta sambandið við Ísrael.

Talskona utanríkisráðuneytisins sagði í gær að Bandaríkin reikni með að afhenda vopnin eftir árið 2025 ef allt gengur samkvæmt áætlun.

Margir þingmenn Demókrata á Bandaríkjaþingi hafa gagnrýnt vopnasöluna og óttast að hún verði til að loforð Bandaríkjanna um að Ísrael hafi hernaðarlega yfirburði í heimshlutanum verði svikið. Stjórnvöld í Ísrael hafa upplýst að þau séu ekki á móti vopnasölunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú