fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Pressan

Menntskælingur skotinn til bana af lögreglu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 07:02

Frá vettvangi í Knoxville í gær. Mynd:Lögreglan/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Knoxville í Tennessee í Bandaríkjunum skaut síðdegis í gær, að staðartíma, nemanda við Austin-East Magnet High School til bana.  Hann hafði læst sig inni á salerni og neitaði að koma út. Þegar lögreglan opnaði dyrnar skaut hann á lögreglumenn sem svöruðu skothríðinni og urðu honum að bana.

Í færslu á Twitter sagði lögreglan að nokkrir hefðu verið skotnir í Austin-East Magnet High School og bað fólk að halda sig fjarri vettvangi, hér væri um skotárás að ræða í skólanum. Síðar sagði lögreglan að einn væri látinn og að annar hefði verið handtekinn. Þetta skildi fólk sem svo að skotmaðurinn væri í haldi og að hann hefði orðið einum að bana. En málin voru ekki þannig vaxin.

Fylkislögreglan, TBI, tók fljótlega við rannsókn málsins og kom með aðra útgáfu af atburðarásinni. Hún sagði að sá látni, sem var á unglingsaldri og nemandi í skólanum, hafi skotið á lögreglumenn þegar þeir opnuðu dyrnar inn á salernið. Einn lögreglumaður hafi orðið fyrir skoti, í fótlegg. Annar lögreglumaður svaraði skothríðinni og varð piltinum að bana. Engir aðrir urðu fyrir skotum.

Á fréttamannafundi sagði David Raucsh, yfirmaður TBI, að það verði að gæta að orðalagi í tilkynningum um atburði sem þessa. Hér hafi ekki verið um árás á nemendur að ræða.

Það sem af er ári hafa fimm nemendur verið skotnir til bana í Austin-East Magnet High School í fimm ótengdum málum að sögn CBS.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tóku mann af lífi sem var með 35 mannslíf á samviskunni

Tóku mann af lífi sem var með 35 mannslíf á samviskunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér

Þess vegna er alltaf ryk heima hjá þér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings

Slakar þú best á yfir sönnum sakamálum? – Stórt rautt flagg að mati sálfræðings