Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að með þessu sé hægt að endurnýta sloppa, andlitsgrímur og hengi. Í Bretlandi einu eru 53 milljónir andlitsgríma notaðar daglega. Nefnt er sem dæmi að á einu sjúkrahúsi séu notaðar allt að 10.000 andlitsgrímur daglega. Það er því mikill ávinningur af því að endurvinna hlífðarbúnaðinn.
Plastblokkirnar eru síðan notaðar til að búa til ýmsa hluti, þar á meðal stóla fyrir skóla landsins og verkfærakassa. Það var fyrirtækið Thermal Compaction Group í Cardiff sem þróaði aðferðina og smíðaði vélarnar.
Fimm sjúkrahús hafa nú tekið þessar vélar í notkun og verið að er undirbúa uppsetningu slíkra véla á 11 sjúkrahúsum til viðbótar. Með þessu er hægt að draga úr umfangi sorps um 85%.
Notkun einnota hlífðarbúnaðar hefur aukist mikið í heimsfaraldrinum en í mars á síðasta ári hvatti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO ríki heims og framleiðendur til að auka notkun slíks búnaðar um 40%.