fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Pressan

Ein milljón Evrópubúa hefur látist af völdum COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 13. apríl 2021 07:00

Rúmlega ein milljón Evrópubúa hefur látist af völdum COVID-19. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau dapurlegu tíðindi urðu í gær að heildarfjöldi skráðra dauðsfalla af völdum COVID-19 í Evrópu fór yfir eina milljón. Þetta er byggt á tölum frá yfirvöldum í öllum Evrópuríkjunum. Frá upphafi faraldursins hafa 1.000.288 Evrópubúar látist af völdum sjúkdómsins.

Maria van Kerkhove, farsóttafræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, sagði í gær að faraldurinn sé nú á „krítísku“ stigi. „Faraldurinn er nú í veldisvexti. Það er ekki staða sem við viljum vera í eftir 16 mánaða faraldur með fjölda sóttvarnaaðgerða,“ sagði hún á fréttamannafundi.

136 milljónir manna um allan heim hafa smitast af kórónuveirunni frá því að hún uppgötvaðist fyrst í Kína í árslok 2019. 2,94 milljónir hafa látist.

Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, sagði að á heimsvísu hafi smitum fjölgað í sjö vikur samfellt og í fjórar vikur samfellt hafi dauðsföllum fjölgað. Þetta gerist þrátt fyrir að fólk sé bólusett af miklum krafti í mörgum Evrópuríkjum en rúmlega 780 milljónir skammta hafa nú verið gefnir í álfunni. Hann sagði að bóluefni séu mikilvægur þáttur í baráttunni gegn veirunni en ekki eina verkfærið. „Það virkar að stunda félagsforðun, nota andlitsgrímur, þvo hendur, taka sýni, fylgjast með, nota smitrakningu og sóttkví,“ sagði hann og bætti við að misskilningur og misvísandi upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir og hvernig á að fylgja þeim kosti mannslíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Í gær

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum

Ekkert lát á faraldrinum – Mjög slæm staða í einu af stóru ríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann

„Hógvær“ Breti heiðraður af borgarstjóranum í Amsterdam – Yfirbugaði hnífamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?

Áttu að slökkva ljósið til að spara rafmagn? Hvað segir 5-mínútna reglan?