fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hefja rannsókn á meintu barnaníði bandarísks þingmanns

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. apríl 2021 18:00

Matt Gaetz. Mynd:AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siðanefnd bandaríska þingsins hefur ákveðið að hefja rannsókn á þingmanninum Matt Gaetz. Dómsmálaráðuneytið er nú að rannsaka mál hans en hann er sakaður um barnaníð. Bandarískir fjölmiðlar segja að ákvörðun siðanefndarinnar sé fyrsta opinbera merkið um að leiðtogar stjórnmálaflokkanna séu reiðubúnir til að taka á málinu sem hefur vakið mikla athygli.

Í yfirlýsingu frá siðanefndinni kemur fram að það að hún ætli að rannsaka ásakanirnar og birta niðurstöður sýnar opinberlega þýði ekki að brot hafi átt sér stað. Gaetz, sem er þingmaður Repúblikanaflokksins fyrir Flórída, er sakaður um barnaníð og að hafa flutt ólögráða ungmenni á milli ríkja gegn greiðslu. Það flokkast sem mansal samkvæmt bandarískum lögum og hefur yfirleitt þungar refsingar í för með sér.

Að auki hafa nokkrir þingmenn sakað Gaetz um að hafa sýnt þeim nektarmyndir og upptökur af konum á þinginu. Siðanefndin mun einnig rannsaka þetta.

Dómsmálaráðuneytið hefur rannsakað málið mánuðum saman en ekki fréttist af því opinberlega fyrr en nýlega. Gaetz hefur haldið fram sakleysi sínu og segir að hér sé um kúgunartilraunir að ræða sem beinst gegn honum og fjölskyldu hans. Hann segir að fyrrum starfsmaður dómsmálaráðuneytisins vilji fá 25 milljónir dollara frá honum og þar sé rót þessara ásakana. Þessi skýring hans hefur ekki orðið til að draga úr umræðunni um málið.

Í kjölfar ákvörðunar siðanefndarinnar um að taka málið til rannsóknar sendi Gaetz frá sér yfirlýsingu þar sem hann neitar öllum ásökunum enn á ný. CNBC skýrir frá þessu.

Dómsmálaráðuneytið er að rannsaka hvort hann hafi greitt ungmennum fyrir kynlíf eða gefið þeim gjafir í skiptum fyrir kynlíf. Rannsóknin er sögð umfangsmikil og beinist einnig að samstarfsmanni Gaetz, fyrrum embættismanni í Flórída. Sá heitir Joel Greenberg og fyrir helgi kom fram að hann sé samstarfsfús við yfirvöld. Það eru væntanlega slæmar fréttir fyrir Gaetz ef ásakanirnar reynast eiga við rök að styðjast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel

Málið sem Pútín hélt að hann gæti þagað í hel
Pressan
Fyrir 2 dögum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum

Risastór helíumauðlind í Minnesota gæti leyst skortinn í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn

Sýndu klám á risaskjá í kirkjunni þegar grunnskólabörn voru í heimsókn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“

Varpa ljósi á nýju Harry Potter þáttaröðina – „Það gengur mjög vel!“