Bandaríski geimfarinn Scott Kelly er sá geimfari sem hefur dvalið lengst samfellt úti í geimnum. Þegar hann sneri aftur til jarðarinnar 2016 eftir tæplega árs dvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni hafði líkami hans breyst á ýmsan hátt. Hjarta hans hafði meðal annars misst svolítið af vöðvum sínum. Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn.
Ástæðan fyrir því að vöðvar minnka úti í geimnum er að þeir þurfa ekki að vinna eins mikið og hér á jörðinni þar sem þyngdaraflið togar í okkur. Hér verða vöðvarnir að sjá til þess að við getum verið uppreist og hreyft okkur. Í þyngdarleysi þurfa þeir þess ekki og við því bregst líkaminn með því að minnka vöðvana og þeir verða veikbyggðari um leið, þetta á einnig við um hjartað.
Til að vinna gegn þessu stunda geimfarar, sem dvelja í Alþjóðlegu geimstöðinni, líkamsrækt í margar klukkustundir á dag en það dugir ekki til.
Þrátt fyrir að hjarta Kelly hafi minnkað hefur það ekki valdið neinum alvarlegum einkennum eða sjúkdómum á þeim fimm árum sem eru liðin síðan hann sneri aftur til jarðar. Ástæðan er að hann, eins og aðrir geimfarar, býr að góðu líkamlegu ástandi.