fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Pressan

Maðurinn sem sendi sjálfan sig í flugfrakt á milli heimsálfa

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 10. apríl 2021 20:00

Brian eftir komuna til Lundúna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Walesverjinn Brian Robson þjáðist af heimþrá þegar hann dvaldi í Ástralíu 1965. Hann átti ekki fyrir flugmiða heim og því voru góð ráð dýr. En hann taldi sig hafa fundið lausnina á þessu. Hann tróð sér einfaldlega ofan í kassa og lét senda hann sem frakt með flugi. En ævintýrið fór ekki alveg eins og hann hafði ætlað.

Robson var 19 ára þegar þetta gerðist. Flugmiði frá Ástralíu til Bretlands kostaði 700 pund en hann var aðeins með 40 pund í laun á viku sagði hann nýlega í samtali við Irish times. Hann fékk þá „heimskulega“ hugmynd en í henni fólst að hann keypti lítinn trékassa til að láta senda sig sem frakt í.

Hann fékk tvo Íra til að aðstoða sig og er nú að leita að þeim til að þakka þeim fyrir aðstoðina. Hann sagðist aðeins vita að þeir hétu Paul og John. Eftir að Robson hafði komið sér fyrir í kassanum með kodda, ferðatösku, bók með söngtextum Bítlanna og tvær flöskur (önnur fyrir vatn og hin fyrir þvag) negldu Írarnir kassann aftur og skráðu hann sem fragt í flug Qantas frá Melbourne til Lundúna.

Brian nýlentur í Lundúnum. Mynd:Getty

En það kom babb í bátinn því svo mikill farangur var með vélinni að ekki var pláss fyrir kassann með Robson og var hann því settur um borð í flugvél frá PanAm sem var á leið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Í heildina var Robson í kassanum í fjóra sólarhringa og segir hann það hafa verið „hryllilega lífsreynslu“. Meðal annars var kassinn oft á hvolfi.

Þegar kassinn var tekinn til skoðunar í Bandaríkjunum fannst Robson auðvitað og var tekinn til yfirheyrslu hjá alríkislögreglunni FBI. Hann var síðan látinn laus og flaug til Lundúna sem venjulegur farþegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin