Lyfið sem um ræðir heitir Mediator og var þróað til að berjast gegn ofþyngd sykursýkisjúklinga.
Dómurinn kvað upp úr um að fyrirtækið beri ábyrgð á mörg hundruð dauðsföllum.
Lyfið var í sölu í 33 ár og um 5 milljónir manna notuðu það áður en það var tekið af markaði 2009 af ótta við að það gæti haft alvarleg hjartavandamál í för með sér. Tíu ár liðu frá því að áhyggjur af þessu voru fyrst viðraðar þar til lyfið var tekið af markaði.
Fyrirtækið hafði samið um að greiða bætur upp á 200 milljónir evra til notenda lyfsins áður en dómur var kveðinn upp.