fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Bóluefni Pfizer/BioNTech sýnir lofandi vörn gegn brasilíska afbrigði kórónuveirunnar

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. mars 2021 06:49

Stökkbreytt kórónuveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hið svokallaða brasilíska afbrigði kórónuveirunnar, P.1, smitast mun auðveldar en önnur afbrigði hennar og hefur það vakið miklar áhyggjur enda allt annað en gott að veiran dreifist enn meira og hraðar en áður. Tilraunir á rannsóknarstofu með bóluefnið frá Pfizer/BioNTech hafa lofað góðu hvað varðar virkni bóluefnisins gegn brasilíska afbrigðinu.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamenn hafi rannsakað blóð fólks, sem búið var að bólusetja með bóluefninu, og látið það takast á við veiru, sem var búin til á tilraunastofu, sem líkist brasilíska afbrigðinu. Var niðurstaðan góð og sýndi bóluefnið góða virkni.

Niðurstöður rannsóknarinnar hafa verið birtar í the New England Journal of Medicine. Þær geta að sögn Sky News slegið á áhyggjur fólks um að brasilíska afbrigðið sé ónæmt fyrir bóluefnum.

Vísindamenn hjá tveimur lyfjafyrirtækjum og University of Texas bjuggu til útgáfu af veirunni sem var með sömu stökkbreytingar og P.1 afbrigðið. Þetta var svo prófað á blóði úr bólusettu fólki. Mótefni í blóðinu gátu gert veiruna óvirka.

Aðrar rannsóknir hafa sýnt að bóluefnið virkar gegn hinum svokölluðu bresku og suður-afrísku afbrigðum en suður-afríska afbrigðið getur þó dregið úr þeirri vörn sem bóluefnið veitir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga