Tilraunir hefjast fljótlega á fólki fljótlega á Radhoud Medical Centre í Hollandi að því er segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Um er að ræða 1. og 2. stigs rannsóknir sem verða sameinaðar í eina. 42 heilbrigðir fullorðnir einstaklingar taka þátt í rannsókninni. Ef niðurstöðurnar verða góða verður farið í 3. stigs rannsókn þar sem miklu fleiri fá bóluefnið. Ef þær ganga vel er hægt að sækja um markaðsleyfi hjá yfirvöldum.
Fyrirtækið verður auðvitað ekki fyrst til að koma með bóluefni gegn veirunni því nú þegar eru nokkur komin á markaðinn. En Bavarian Nordic bendir á að þörf verði fyrir ný bóluefni um langa framtíð vegna stökkbreytinga veirunnar. Ekki liggi fyrir hversu lengi núverandi bóluefni veiti vörn eða hversu víðtæka vernd þau veiti og ekki sé vitað hversu mikla vernd þau veiti gegn stökkbreyttum afbrigðum veirunnar. Þetta segir Paul Chaplin, forstjóri fyrirtækisins, gera að verkum að mikilvægt sé að leggja áherslu á þróun næstu kynslóðar bóluefna gegn veirunni sem muni væntanlega halda áfram að vera til um ókomna framtíð sem smitsjúkdómur sem þarf að meðhöndla.