The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að enn sé of snemmt að segja til með fullri vissu hvað þetta þýði fyrir virkni bóluefnisins. Þetta getur bent til að fólk í yfirþyngd þurfi einn skammt til viðbótar til að tryggja að það hafi næga vernd gegn veirunni.
Niðurstöður rannsókna hafa bent til að offita, sem er skilgreind með því að BMI sé yfir 30, auki líkurnar á að fólki látist af völdum COVID-19 um tæplega 50% og auki líkurnar á að fólk endi á sjúkrahúsi um 113%.
Hluta af þessu má hugsanlega skýra með að fólk í ofþyngd er oft með undirliggjandi sjúkdóma eins og hjartasjúkdóma eða sykursýki 2.
Enn á eftir að ritrýna rannsókn Ítalanna.