fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Segja að rafbílar séu miklu umhverfisvænni en bensín- og dísilbílar

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 6. mars 2021 17:00

Tesla er vinsæl tegund rafbíla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílar, sem nota jarðefnaeldsneyti, eru ekki nærri því eins umhverfisvænir og rafbílar. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar en þær styrkja þann málstað að það sé til mikilla hagsbóta fyrir umhverfið að skipta bensín- og díselbílum út fyrir rafbíla.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að bensín- og dísilbílar þurfi miklu meira hráefni en rafbílar á líftíma sínum. Á líftíma liþíumrafhlöðu, sem er notuð í rafbíl, fara um 30 kíló af hráefnum til spillis þegar búið er að taka endurvinnslu með í reikninginn. Hvað varðar bensín- og dísilbíla þá fara 17.000 lítrar af olíu til spillis á líftíma bílanna.

Þessar niðurstöður eru byggðar á greiningu Transport & Environment (T&E). The Guardian segir að hlutfallslegur útreikningur á því hráefni sem þurfi til að búa til bíla sýni að bensín- og dísilbílar krefjist að minnsta kosti 300 sinnum meira hráefnis en rafbílar.

Framleiðsla rafbíla kallar á meiri vinnslu ákveðinna málma, til dæmis liþíums og kóbalts. T&E segir að áhrif olíuvinnslu, sem er notuð í eldsneyti, séu meiri en áhrif málmvinnslunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir

Fór í fjölskylduferð til Súdans, stal vegabréfi konunnar og skildi hana eftir