Við venjulegar aðstæður hefði fólkið farið með lest yfir til Rússlands en lestarsamgöngur liggja niðri vegna heimsfaraldursins. Fólkið þurfti því að leggja á sig 32 klukkustunda ferðalag eftir því sem segir á Facebooksíðu rússneska utanríkisráðuneytisins. „Við urðum að fara langa og erfiða leið heim. Fyrst 32 klukkustundir með lest, síðan tvær klukkustundir í rútu til landamæranna,“ segir í færslunni.
Þegar að landamærunum voru ekki fleiri hestöfl í boði til að flytja fólkið og varð því að fara síðasta spölinn yfir landamærin á járnbrautarvagni sem ekki var vélknúinn. Þetta var eins kílómetra leið og var það Vladislav Sorokin, sendiráðsritari, sem var svo „heppinn“ að fá að ýta vagninum áfram. Á honum var síðan samferðafólk hans og farangur. Sorokin fékk þetta verkefni þar sem hann var eini karlmaðurinn í hópnum en konurnar aðstoðuðu hann auðvitað á erfiðustu köflunum.
Leið hópsins lá yfir Tumenána og síðan yfir landamærin þar sem samlandar fólksins tóku á móti þeim. Sorokin hefur væntanlega verið hvíldinni feginn þegar hann komst til Rússlands.