fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Unglingsstúlkur grunaðar um morð á sendli

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 20:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvær unglingsstúlkur, 13 og 15 ára, eru grunaðar um að hafa orðið Mohammad Anwar, 66 ára sendli hjá Uber Eats, að bana í Washington D.C. í Bandaríkjunum í síðustu viku.

Þær eru sakaðar um að hafa beitt rafbyssu gegn honum þegar þær stálu bíl hans. Þegar hann varð fyrir rafstuðinu missti hann stjórn á bílnum og slys átti sér stað. Lést Anwar í slysinu að sögn lögreglunnar. CNN skýrir frá þessu.

Stúlkurnar hafa verið kærðar fyrir morð og vopnað rán að sögn lögreglunnar.

Í yfirlýsingu frá Uber Eats er lögreglunni þakkað fyrir að hafa handtekið stúlkurnar og andlát Anwar harmað og fjölskyldu hans sendar samúðarkveðjur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni