CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að að hér sé um vogunarsjóðinn Achegos Capital Managements að ræða.
Hlutabréf í bönkunum lækkuðu um 16% í kjölfar tilkynningar þeirra og hlutabréf í stórbönkunum Goldman Sachs, Deutsche Bank og Morgan Stanley lækkuðu einnig mikið en þó ekki meira en 10%.
Bloomberg segir að Achegos Capital Management hafi á föstudaginn neyðst til að selja hlutabréf fyrir milljarða dollara til að mæta miklu tapi á stöðutökum í fjölda fyrirtækja. Á mánudaginn bárust síðan fréttir um að sjóðurinn gæti ekki staðið undir greiðslum af stöðutökum sínum.