fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Dularfullur sjúkdómur veldur heilabrotum í Kanada – Málinu haldið leyndu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. mars 2021 05:04

Heilinn er magnaður. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadískir læknar óttast að þeir séu að glíma við áður óþekktan heilasjúkdóm sem veldur minnistapi, sjónskerðingu,  ofskynjunum, krampakenndum hreyfingum og vöðvarýrnun. Stjórnmálamenn í New Brunswick hafa krafist upplýsinga um sjúkdóminn en læknar segja að tilfellin séu það fá að í raun hafi fleiri spurningar vaknað en svör. Þeir hvetja almenning til að halda ró sinni.

Fram að þessu hafa 43 tilfelli greinst og hafa læknar reynt að finna upptök eða ástæðu sjúkdómsins síðasta árið í New Brunswick en öll tilfellin hafa komið upp þar. Ekkert hefur enn fundist sem getur varpað ljósi á af hvað veldur sjúkdómnum.

Yfirvöld skýrðu ekki opinberlega frá sjúkdómnum og þeim áhyggjum sem uppi eru innan heilbrigðiskerfisins. Kanadamenn fengu fyrst upplýsingar um hann í síðustu viku þegar fjölmiðlar birtu fréttir um málið eftir að þeir höfðu komist yfir minnisblað frá heilbrigðisyfirvöldum. Í því voru læknar beðnir um að vera á varðbergi gagnvart sjúkdómseinkennum sem líkjast þeim sem fylgja Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum. „Við eigum í samstarfi við ýmsa hópa og sérfræðinga innanlands en enn hefur sjúkdómsvaldurinn ekki fundist,“ segir í minnisblaðinu. The Guardian skýrir frá þessu.

Nú vinna sérfræðingar hörðum höndum að því að komast að hvort um áður óþekktan taugasjúkdóm sé að ræða eða ótengda sjúkdóma sem eru þó áður þekktir og lækning er til við. Meðal þess sem er verið að rannsaka er hvort umhverfisáhrif geti valdið sjúkdómnum.

Meðal þess sem gerist hjá sjúklingunum er að á 18 til 36 mánaða tímabili byrjar minni þeirra að hraka, vöðvarýrnun á sér stað, þeir byrja að slefa og tennur þeirra að glamra. Sumir glíma einnig við skelfilega ofskynjanir, þar á meðal um að skordýr skríði á þeim.

Fyrsta tilfellið greindist 2015 en 2019 voru þau 11 og 24 á síðasta ári. Talið er að fimm hafi látist af völdum sjúkdómsins. Flest tilfellin hafa komið upp á Acadianskaga en það er strjálbýlt svæði í norðausturhluta landsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga