fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Sífellt fleira ungt fólk deyr af völdum COVID-19 í Brasilíu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 21:00

Ástandið er skelfilegt í Brasilíu. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brasilía hefur lengi verið meðal þeirra ríkja þar sem flestir smitast og látast af völdum COVID-19. Ástandið fer ekki batnandi þar í landi þessar vikurnar, þvert á móti. Nú er sú staða komin upp að sífellt fleira ungt fólk deyr af völdum sjúkdómsins.

Forbes.com skýrir frá þessu. Fram kemur að um 3.000 manns, yngri en 40 ára, hafi látist af völdum COVID-19 í mars eða tvöfalt fleiri en í febrúar og um þrefalt fleiri en í janúar.

Þessi mikla aukning dauðsfalla ungs fólks á líklega rætur að rekja til hins svokallaða brasilíska afbrigðis veirunnar. Það kom fyrst fram á sjónarsviðið í borginni Manaus í norðurhluta landsins. Íbúar borgarinnar fóru illa út úr fyrstu bylgju faraldursins og smituðust mjög margir. Svo margir að talið var að hjarðónæmi hefði myndast meðal borgarbúa en síðan kom þetta nýja afbrigði fram á sjónarsviðið og reyndist geta smitað fólk á nýjan leik. Það er talið mun meira smitandi en önnur afbrigði veirunnar.

Rúmlega 320.000 hafa látist af völdum COVID-19 í Brasilíu og um 13 milljónir smitast.

CNN og Bloomberg hafa eftir læknum að ungt fólk virðist verða veikara en áður í faraldrinum og þurfi oftar að leggjast inn á sjúkrahús.

Mun minna hefur verið um sóttvarnaaðgerðir í Brasilíu en mörgum öðrum löndum. Meðal annars vegna þess að forseti landsins, hinn hægrisinnaði Jair Bolsonaro, hefur verið á móti slíkum aðgerðum og hann hefur gert grín að þeim sem hafa áhyggjur af faraldrinum.

Sjúkrahús í landinu eru yfirfull af COVID-19-sjúklingum og margir eru við það að láta undan álaginu.

Búið er að bólusetja um 7% þjóðarinnar með fyrri skammti bóluefna en það hefur reynst síður virkt gegn brasilíska afbrigðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga