fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Hvarf breskrar konu tekur á sig enn dularfyllri mynd

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 30. mars 2021 05:12

Sarm Heslop. Mynd:@MissingSarmHeslop

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega tilkynnti Ryan Bane, 44 ára, um hvarf unnustu sinnar, Sarm Heslop 41 árs, af snekkju þeirra sem lá við ankeri við St. John á Bandarísku Jómfrúaeyjum í Karíbahafi. Þau höfðu farið út að snæða að kvöldi til og síðan um borð í snekkjuna. Bane sagðist hafa vaknað um nóttina og þá hafi Heslop verði horfin.

Málið þykir ansi dularfullt og nýjustu vendingar í því draga ekki úr því. Eins og DV skýrði nýlega frá þá tilkynnti Bane lögreglunni um hvarf Heslop en ekkert hefur spurst til hennar síðan nóttina örlagaríku, aðfaranótt 8. mars.

Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla þá dregur lögreglan nú frásögn Bane um að Heslop hafi farið með honum um borð í snekkjuna í efa. Það þykir styrkja þessar efasemdir að Bane hefur nú látið sig hverfa frá St. John og er hann nú eftirlýstur af bandarísku alríkislögreglunni FBI.

Lögreglan er nú að fara yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum í St. John til að reyna að sannreyna hvort frásögn Bane sé rétt. „Fram að þessu hefur ekkert komið fram sem staðfestir að þau hafi bæði snúið aftur um borð í snekkjuna þessa nótt,“ sagði Tony Derima, talsmaður lögreglunnar í St. John, um málið.

Bane vildi ekki heimila lögreglunni að leita um borð í snekkjunni og nú er hann sjálfur horfinn. Hann sást ganga um borð að kvöldi 24. mars og var hann með svefnpoka, strigaskó og handklæði meðferðis. Aðfaranótt 25. mars  sigldi hann síðan á brott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum