Nú er unnið að því að rekja smitkeðjurnar og íbúar eru hvattir til að mæta í sýnatöku. Um helgina var færanlegum sýnatökustöðum komið upp í Svendborg og þær verða opnar næstu daga. Íbúar í hverfum í norðausturhluta Svendborg hafa verið hvattir til að mæta í sýnatöku sem fyrst og fara í sóttkví þar til niðurstaða liggur fyrir.
Sömu sögu er að segja frá Nyborg, þar greindist ungur grunnskólanemi með annað hvort brasilíska eða suður-afríska afbrigði veirunnar. Nú er unnið að því að greina hvort afbrigðið er um að ræða. Á milli 150 og 200 manns hafa verið hvattir til að mæta í sýnatöku.