Í nýrri heimildarmynd, sem heitir Tina, segir hún að nú séu dagar hennar í sviðsljósinu taldir. New York Post skýrir frá þessu. Myndin fjallar, eins og nafnið gefur til kynna, um líf Tinu.
Í henni segir hún að hún ætli að eyða þriðja kafla lífsins, sem hún væntir þess að verði lokakaflinn, fjarri aðdáendum sínum og frægð sinni. Hún segir að það spili mikið inn í þessa ákvörðun að hún glímir við áfallastreituröskun eftir áralangt hjónaband með Ike Turner sem beitti hana miklu ofbeldi.
„Þetta hefur ekki verið gott líf. Það góða hefur ekki vegið upp á móti því slæma. Ég hef búið við mikið ofbeldi, öðruvísi er ekki hægt að orða það,“ segir hún í myndinni.
Hún býr nú í Sviss með eiginmanni sínum, Erwin Bach sem er 65 ára, og ætla þau að eyða síðustu árum hennar saman.
Tina segir einnig í myndinni að heimildarmyndin sé einhverskonar kveðjugjöf hennar til aðdáenda hennar. Hún segir að erfitt hafi verið að gera myndina en að hún hafi skuldað aðdáendum sínum það.