Þessar ástæður eru heimsfaraldur kórónuveirunnar sem neyddi fólk til að vera meira heima og kom í veg fyrir að Danir gætu skroppið til Svíþjóðar og Þýskalands til að kaupa sér ódýrar drykkjarvörur. Einnig spilar inn í að skilagjald var sett á fleiri umbúðir 2019, þar á meðal á flöskur undir djús og álíka vörur.
2019 skiluðu 1,4 milljarðar umbúða sér inn í danska endurvinnslukerfið en á síðasta ári voru þær 1,7 milljarðar en það er 19% aukning. Skilahlutfallið á síðasta ári var 92% eins og 2019.