fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Eftir 80 ár verður kannski sumar hálft árið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 28. mars 2021 17:00

Sumar hálft árið, hvernig hljómar það?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um næstu aldamót gæti staðan verið orðin sú að hér á norðurhveli jarðar verði veturinn aðeins einn mánuður. Þetta byggist á því hvort við náum tökum á loftslagsbreytingunum.

Niðurstöður loftslagsrannsókna eru mjög skýrar og segja okkur að við erum í stöðu sem krefst þess að við grípum til aðgerða ef við ætlum að koma í veg fyrir að loftslagið hlýni enn frekar.

Samhliða öllum þessum rannsóknum hafa verið dregnar upp sviðsmyndir af því hvernig heimurinn mun líta út ef við grípum ekki til aðgerða eða gerum ekki nóg. Kínverskir vísindamenn hafa nú reiknað út hvernig árstíðirnar á norðurhveli jarðar munu líta út um næstu aldamót ef við gefumst upp núna í baráttunni við loftslagsbreytingarnar. Niðurstöður rannsóknar þeirra hafa verið birtar í Geophysical Reserach Letters.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar þá er hugsanlegt að árið 2100 verði hægt að skilgreina helming ársins sem sumar hér á norðurhveli. The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir hafi notað loftslagsgögn frá 1951 til 2011 sem grunn fyrir útreikninga sína. Þeir skilgreindu sumar sem tímabilið þar sem fjórðungur hæsta hita ársins varð og vetur sem tímabilið sem fjórðungur lægsta hitans varð.

Samkvæmt rannsókninni þá var sumarið á norðurhveli að meðaltali 78 dagar 1952 en var orðið 95 dagar að meðaltali 2011. Á sama tíma hafði veturinn styst úr 76 dögum niður í 73. Út frá þessum tölum reiknuðu þeir þróunina næstu áratugina út og niðurstöður þeirra sýna, miðað við að við gerum ekkert til að halda aftur af hnattrænni hlýnun, verði sumarið 166 dagar að meðaltali á norðurhvelinu árið 2100. Þetta styttir auðvitað aðrar árstíðir og veturinn verður aðeins 31 dagur. Mestu áhrif breytinganna verða við Miðjarðarhaf og í Tíbet. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð