fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Uppgötvuðu áður óþekktar bakteríur í Alþjóðlegu geimstöðinni

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 27. mars 2021 18:30

Alþjóðlega geimstöðin. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa uppgötvað fjórar nýjar tegundir baktería en þær fundust í Alþjóðlegu geimstöðinni sem er á braut um jörðina. Þrjár þeirra eru af ættkvíslum sem aldrei hafa áður sést.

ScienceAlert skýrir frá þessu. Allar bakteríurnar eru af ættum sem lifa í jarðvegi og ferskvatni þar sem þær breyta köfnunarefni úr andrúmsloftinu í efni sem plöntur geta notað og leggja þannig sitt af mörkum til þess að plöntur geti vaxið og koma í veg fyrir plöntusjúkdóma. Sem sagt bakteríur sem maður vill hafa ef maður er að rækta plöntur.

Um borð í geimstöðinni hafa árum saman verið gerðar tilraunir með að rækta plöntur og því gott að hafa bakteríur sem þessar.

Nú ætla vísindamenn að rannsaka þessar bakteríur enn frekar og bera saman við ættingja þeirra hér á jörðinni til að komast að því hvaða eiginleikar þeirra gera að verkum að þær þrífast úti í geimnum. Allt tengist þetta fyrirætlunum um að í framtíðinni muni geimfarar rækta eigin mat í löngum geimferðum og verða meira sjálfbjargandi hvað varðar mat.

Í heildina hafa rúmlega 1.000 tegundir baktería fundist í geimstöðinni og á enn eftir að senda stærsta hluta þeirra til jarðarinnar til rannsókna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni