Þeir segja að Oumuamua hafi frekar verið eins og smákaka í laginu og úr frosnu köfnunarefni og ekki loftsteinn eða halastjarna. Niðurstaða vísindamannanna er að Oumuamua sé frekar leifar af veröld sem líktist Plútó eða Triton, stærsta tungli Neptúnusar, enda úr frosnu köfnunarefni.
Höfundar rannsóknarinnar, þeir Alan Jackson og Steven Desch, telja að loftsteinn eða eitthvað álíka hafi lent í árekstri við plánetu, þakta frosnu köfnunarefni, fyrir um 500 milljónum ára og hafi sent hlut, Oumuamua, af stað út úr sólkerfinu og áleiðis til sólkerfisins okkar. Oumuamua sé nú öllu minni en í upphafi því geimgeislun og síðan sólin okkar hafi eytt ystu lögum hans.