Flóðbylgjurnar léku svæði grátt og fjölskylda Asep var þess fullviss að hann hefði látist enda spurðist ekkert til hans. Tilkynnt var um hvarf hans og síðar var hann úrskurðaður látinn. En hann var ekki dáinn því nýlega fannst hann á lífi á geðsjúkrahúsi á Súmötru. Þar hefur hann dvalið árum saman en hann glímir við erfið andleg veikindi eftir það sem hann upplifði þegar flóðbylgjan reið yfir.
Ættingjar hans komust að því að hann væri á lífi þegar þeir sáu ljósmyndir af honum á samfélagsmiðli. Ekki hefur verið skýrt frá af hverju fjölskyldan var ekki látin vita af veru hans á sjúkrahúsinu. „Ég trúði þessu ekki eftir svona langan tíma. Við héldum að hann væri dáinn. Við vissum ekki að hann væri enn á lífi,“ hefur Daily Mail eftir einum ættingja hans.
Lögreglan hefur nú staðfest að maðurinn sé Abrip Asep. „Þrátt fyrir að hann glími við andleg veikindi vegna flóðbylgjunnar er fjölskyldan mjög þakklát fyrir að hafa fundið hann,“ sagði talsmaður lögreglunnar.
Indónesía fór verst út úr flóðbylgjunni en að minnsta kosti 167.000 manns létust í henni. Í heildina varð hún 225.000 manns að bana.