fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Segir að getnaðarlimir karla séu að styttast

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 06:45

Hvaða stærð vilja konur? Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Getnaðarlimir karla eru að styttast og kynfærin eru að aflagast vegna mengunar. Þetta segir Dr Shanna Swan, umhverfisfræðingur í nýrri bók, sem heitir „Count Down“ þar sem hún fer yfir þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir varðandi það að eignast afkvæmi.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að í bókinni segi Swan að mannkynið standi frammi fyrir „tilvistarvanda“ varðandi frjósemi vegna þalíðs en það er efni sem er notað við plastframleiðslu. Efnið hefur áhrif á hormónaframleiðslu innkirtlanna.

Vegna þessarar mengunar fæðast sífellt fleiri sveinbörn með mjög litla getnaðarlimi að sögn Swan. Í bókinni skoðar hún hvernig „nútímaheimurinn ógnar gæðum sæðis, breytir æxlunarfærum og ógnar framtíð mannkyns“.

Í rannsókn sinni komst hún að því að sveinbörn, sem hafa komist í snertingu við þalín í móðurkviði, fæðast með styttra bil á milli endaþarmsopsins og kynfæranna en það tengist stærð getnaðarlimsins.

Þalín er notað við plastframleiðslu til að gera það sveigjanlegra og meðfærilegra. Swan segir að það berist í leikföng og matvæli og hafi skaðleg áhrif á þroska fólks.

Swan telur að miðað við hversu hratt frjósemi karla hrakar þá verði fæstir karlmenn færir um að framleiða lífvænlegt sæði þegar árið 2045 rennur upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn

Bakpokaferðalag 19 ára stúlkna breyttist í martröð – Berjast fyrir lífi sínu eftir ferð á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist

Hún var alltaf þreytt – Síðan fjarlægði hún eitt úr mataræði sínu og staðan gjörbreyttist
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita

Nokkrir hlutir sem þú vissir ekki að þú vildir vita