fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Sænskur prestur hneykslaði sóknarbörnin og missti hempuna

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 26. mars 2021 05:16

Sænsk kirkja sem tengist fréttinni ekki beint. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Útfarir snúast venjulega um að fólk er að kveðja ástvini sína en í Halland í Svíþjóð snerist útför ein, sem fram fór nýlega, um allt annað. Þegar kirkjugestir mættu til kirkju áttuðu þeir sig á að eitthvað var ekki eins og það átti að vera.

Ástæðan var að þegar presturinn mætti byrjaði hann að aka á kyrrstæða bifreið og gekk síðan óstyrkum fótum til kirkju, greinilegt var að hann var ölvaður. Norra Halland skýrir frá þessu.

Þrátt fyrir þetta óhapp í upphafi fór útförin fram og presturinn synti skylduverkum sínum. Að athöfninni lokinni var hringt í lögregluna sem hafði afskipti af prestinum áður en hann gat sest upp í bíl sinn og ekið af stað. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og var því handtekinn og færður til sýnatöku.

Yfirstjórn kirkjunnar tók ekki á málinu af neinni léttúð og hóf strax rannsókn á máli prestsins og svipti hann embætti. Talsmaður kirkjunnar sagðist harma atburðinn og sagði hann hörmulegan fyrir alla hlutaðeigandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli
Pressan
Í gær

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna

Afhjúpar 13 stærstu lygar Donald Trump síðan hann tók við sem forseti Bandaríkjanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“

Bað íhaldsmenn að útskýra ummæli Trumps eins og fyrir barni og ekki stóð á svörum – „Nei við erum ekki orðin að einveldi“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 3 dögum

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?

Basl Markle heldur áfram – Úthugsuð markaðsbrella eða bara vandræðagangur og vanþekking?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“

Kennari setti netið á hliðina með eitraðri pillu sem hann sendi öfgahægri-miðli – „Nei vinur, andspyrnan er raunveruleg“