fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Pressan

Hún hvarf skyndilega af lúxussnekkju þeirra – Undarleg hegðun unnustans

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 24. mars 2021 04:49

Sarm Heslop. Mynd:@MissingSarmHeslop

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dularfullt hvarf breskrar konu af lúxussnekkju í Karíbahafi hefur nú tekið óvænta stefnu. Það var að kvöldi 7. mars sem konan, hin 41 árs gamla Sarm Heslop, borðaði kvöldmat með unnusta sínum, Bandaríkjamanninum Ryan Bane. Að máltíðinni lokinni gengu þau til náða um borð í snekkjunni, sem heitir Siren Song. Klukkan 02.30 um nóttina tilkynnti Bane að Heslop væri horfin.

Yfirvöld á Bandarísku Jómfrúaeyjum, þar sem snekkjan lá við ankeri, hófu þegar leit að Heslop en hún hefur ekki enn fundist. Nú hefur málið tekið nýja stefnu byggða á nokkrum atriðum. Eitt þeirra er að Bane tilkynnti um hvarf Heslop um miðja nótt en það var ekki fyrr en um hádegi sem strandgæslunni var tilkynnt um málið. BBC hefur eftir Andrew Baldwin, nánum vini Heslop, að þetta sé mjög undarlegt. „Hún hefði ekki bara látið sig hverfa sporlaust. Hún er greind og skynsöm, þetta er svo ólíkt henni. Þetta stenst bara ekki,“ sagði hann.

Þegar hún hvarf urðu farsími hennar, greiðslukort, vegabréf og spjaldtölva eftir um borð í Siren Song. Lögreglan lagði hald á þessa muni.

Sarm Heslop. Mynd:@MissingSarmHeslop

Nokkrum dögum eftir að Bane tilkynnti um hvarf Heslop réði hann sér lögmann sem ráðlagði honum að tjá sig ekki frekar um málið. Þetta var kúvending því hann hafði verið mjög samvinnuþýður við lögregluna og strandgæsluna fram að því. Ekki dregur það úr grunsemdum manna í garð Bane að nú hefur hann neitað lögreglunni um heimild til að rannsaka snekkjuna enn frekar.

Bane og Heslop höfðu búið saman um borð í snekkjunni mánuðum saman og sigldu með ferðamenn um Karíbahaf.

Vinir og ættingjar Heslop hafa sett Facebooksíðu á laggirnar til að deila upplýsingum um málið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?

Þessi mistök gera flestir á klósettinu – Gerir þú þau?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“

Hryllilegar heimilisaðstæður enduðu með fjölskylduharmleik – „Tilhugsunin um að þeir hafi grátið og öskrað mun ásækja mig að eilífu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra

Dularfullt hvarf tvíburasystra – Lögreglan birtir síðustu skilaboð þeirra
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“

Trump hótar Pútín – „Við getum farið auðveldu leiðina, eða erfiðu leiðina“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla