Sænska ríkisútvarpið skýrir frá þessu. Haft er eftir aðgerðarstjóra slökkviliðsins á vettvangi að útilokað sé að um flugeldasprengingu hafi verið að ræða. Hann sagði að anddyrið sé stórskemmt og margar íbúðir hafi einnig skemmst.
Búið er að rýma allar íbúðirnar og segir lögreglan ekki ljóst hvenær íbúarnir fá að snúa aftur heim. Fjöldahjálparstöð var opnuð í nærliggjandi framhaldsskóla.
Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni og má það teljast mikil mildi að sögn aðgerðarstjóra slökkviliðsins.
Á heimasíðu Sænska ríkisútvarpsins er hægt að sjá myndir frá vettvangi.