fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

10 skotnir til bana í Colorado

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 23. mars 2021 03:37

Frá vettvangi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu manns voru skotnir til bana í og við stórverslun King Soopers í Boulder í Colorado um miðjan dag í gær að staðartíma. Meðal hinna látnu er lögreglumaður sem kom fyrstur á vettvang eftir að tilkynnt var um skothríðina. Meintur skotmaður er í haldi lögreglunnar en hann er særður.

Samkvæmt fréttum bandarískra fjölmiðla bárust fyrstu tilkynningar um skothríð klukkan 14.30 að staðartíma í gær. Fimm klukkustundir liðu þar til lögreglan tilkynnti að hún hefði náð stjórn á vettvangi. Þetta er annað fjöldamorðið í Bandaríkjunum á einni viku en 17. mars voru átta skotnir til bana á nuddstofum í Atlanta.

Skelfileg sjón blasti við á vettvangi. Mynd:Getty

Sjónvarpsstöðvar sýndu þegar hvítur karlmaður, aðeins í nærfötum, var færður á brott af lögreglumönnum. Hann var handjárnaður og blóð rann niður fótlegg hans. Hann var fluttur á brott í sjúkrabifreið.

Lögreglan vinnur nú að vettvangsrannsókn. Kerry Yamaguchi, lögreglustjóri í Boulder, segir að ekki sé búið að yfirheyra hinn handtekna og lögreglan viti ekki hvað lá að baki morðæðinu.

Fjöldi þungvopnaðra lögreglumanna kom á vettvang. Mynd:Getty

Maður, sem var í versluninni, sagði í samtali við ABC News að hann hafi heyrt skothvell og síðan annan. Þegar sá þriðji heyrðist byrjuðu allir að hlaupa sagði hann. Vitni sögðust hafa séð látið fólk liggja inni í versluninni og utan við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands

Birtu myndir af 10 ára launsyni Pútín – Sagður mest einmana drengur Rússlands
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára

Ritstjórn stórblaðs segir að Trump hafi nú bætt gráu ofan á svörtustu efnahagsmistök síðari ára
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu

Hún afplánar 15 lífstíðardóma fyrir morð á kornabörnum – Nýfundinn tölvupóstur gæti kollvarpað málinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira

Fékk 68 milljónir í vasapeninga á mánuði frá tengdamömmu sinni – Vildi meira
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann

Fékk fjölskylduauðinn í arf þegar faðir hans lést – Síðan komst upp um hann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði

Mannfræðingurinn forvitni sem sagðist hafa séð ótrúlegar sýnir á forboðnu svæði