fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Hvarf Anne-Elisabeth – Athygli lögreglunnar beinist að nýjum aðilum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 22. mars 2021 05:27

Heimili Hagen-hjónanna og Anne-Elisabeth á innfelldu myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli norsku lögreglunnar hefur að undanförnu beinst að nýjum aðilum í rannsókninni á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen sem hvarf sporlaust frá heimili sínu í útjaðri Osló í lok október 2018. Lögreglan gengur út frá því að hún hafi verið myrt og hefur eiginmaður hennar, Tom Hagen, legið undir grun um aðild að málinu. Hann neitar sök.

Norska ríkisútvarpið, NRK, segir að fólk, sem var kallað til yfirheyrslu sem vitni skömmu eftir hvarf Anne-Elisabeth, hafi að undanförnu verið beðið um frekari upplýsingar. Meðal annars hefur fólkið verið beðið um að afhenda lögreglunni gamla farsíma, fjárhagsupplýsingar og að veita lögreglunni aðgang að heimabönkum sínum. NRK segir að lögreglan hafi farið fram á þetta síðasta haust.

NRK segir einnig að önnur vitni hafi verið kölluð til yfirheyrslu á nýjan leik, tveimur og hálfu ári eftir að Anne-Elisabeth hvarf.

Aðalkenning lögreglunnar er að Anne-Elisabeth hafi verið myrt og að lausnargjaldskrafan, sem var sett fram, hafi aðeins verið liður í blekkingaraðgerð til að leyna morðinu. Telur lögreglan að Tom Hagen hafi átt hlut að máli og að ástæðan fyrir því hafi verið erfiðleikar í hjónabandinu. Hann neitar sök.

NRK segir að tvö af vitnunum, hið minnsta, sem athygli lögreglunnar beinist nú að hafi verið yfirheyrð áður. Segist NRK hafa heimildir fyrir að lögreglan hafi ekki fundið nein tengsl á milli Tom Hagen og hvarfs eiginkonu hans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?