fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Vonir vakna um frið í Líbíu með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 12:30

Frá hinni stríðshrjáðu Líbíu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í kjölfar árásar NATO á Líbíu 2011 hefur ringulreið og borgarastyrjöld ríkt í landinu. En nú hafa vaknað vonir um frið með nýrri ríkisstjórn sem tók við völdum á mánudaginn. Verkefni hennar er að reyna að sameina landið og binda enda á ofbeldið.

Nýja ríkisstjórnin tók við völdum eftir viðræður sem Sameinuðu þjóðirnar höfðu milligöngu um.

„Ég sver við guð almáttugan að gera skyldu mína af alvöru og heiðarleika,“ sagði Abdulhamid Dbeibah, forsætisráðherra, þegar hann sór embættiseið fyrir framan þingmenn og fulltrúa Vesturlanda, Tyrklands og Egyptalands.

Nýja ríkisstjórnin tekur við af stjórn sem SÞ viðurkenndu einnig. Hún réði yfir höfuðborginni Trípólí og norðvesturhluta landsins. Hún stóð í langvarandi átökum við uppreisnarhreyfingar í austurhluta landsins sem njóta stuðning Rússa og Sameinuðu arabísku furstadæmanna.

Hvorki Rússland né Sameinuðu arabísku furstadæmin sendu fulltrúa til athafnarinnar á mánudaginn en bæði löndin hafa fagnað nýju ríkisstjórninni.

Hún á stór og mikil verkefni fyrir höndum. Til dæmis stendur til að efna til lýðræðislegra kosninga en allir deiluaðilar hafa lýst yfir stuðning við það. En þar með er ekki sagt að allt muni fara fram með ró og spekt því margir hópar uppreisnarmanna og málaliða eru í landinu og eru reiðubúnir til að halda ofbeldinu áfram. Þessir hópar ráða yfir ýmsum svæðum og opinberum stofnunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga