The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að landamæraverðir verði í síauknum mæli varir við þetta. Á þessum armböndum eru ýmsar upplýsingar sem gagnast glæpagengjunum. Til dæmis um hvort og hvað viðkomandi greiddi fyrir aðstoð við að komast yfir landamærin eða tengsl hans við glæpagengin.
Mikill straumur ólöglegra innflytjenda hefur verið yfir landamæri ríkjanna að undanförnu en í febrúar handtóku bandarískir landamæraverðir tæplega 100.000 manns eða ráku fólkið strax til baka til Mexíkó. Þetta er mesti fjöldinn á einum mánuði síðan um mitt ár 2019.
Armböndin eru mismunandi á litinn og eru til marks um vel þróað kerfi glæpagengjanna sem sinna þessu eins og hverjum öðru fyrirtækjarekstri. Með þessu er hægt að fylgjast vel með hverjir hafa greitt það sem þeir eiga að greiða fyrir að komast yfir landamærin og að fólk hafi greitt fyrir aðgang að yfirráðasvæði ákveðinna glæpagengja.